• English
  • Icelandic

Gisting

Sólheimar stúdíó íbúðir

 

Sólheimar stúdíó íbúðir er lítið fjölskyldufyrirtæki með tveimur stúdio íbúðum í sama húsi. Fjölskyldan býr á efri hæðinni.
Sérinngangur er í báðar íbúðirnar. Fjallaútsýni er frá báðum íbúðum og garður með grillaðstöðu, verönd og garðhúsgögnum. Báðar íbúðirnar eru með fullbúnu eldhúsi og sér baðherbergi með sturtu. Ókeypis WiFi aðgangur, flatskjársjónvarp með mörgum rásum, á mörgum tungumálum, Síminn Premium og Stöð 2. Kaffi og te. Ókeypis bílastæði.

Það er aðeins 5-10 mínútna göngutúr niður í bæ og í bakarí, veitingastaði, bókasafn, bíó, verslanir, pósthús, banka, kaffihús, upplýsingamiðstöð og aðra þjónustu.

Solheimar stúdíóíbúð hefur tekið á móti gestum frá 2014. Þú getur lesið umsagnir frá gestum okkar á booking.com

Í íbúðunum er:

  • Tvö einbreið rúm
  • Rúmföt
  • Flatskjársjónvarp
  • Handklæði
  • Borðbúnaður fyrir 4
  • Eldhúsborð
  • Eldavél
  • Pottar
  • Salt og pipar
  • Te og kaffi
  • Örbylgjuofn
  • Ísskápur
  • Kaffivél
  • Brauðrist
  • Hraðsuðuketill
  • Viskastykki og borðtuska
  • Uppþvottalögur, uppþvottabursti og uppþvottagrind
  • Hárþurrka
  • Sturtusápa og handsápa, sjampó og hárnæring, klósettpappír
  • Þvottavél

 

Bóka